sunnudagur, 10. mars 2013

Búin að sveiflast frá A-Ö um helgina. Meira hefur þó verið um ánægjustundir en akkúrat núna finnst ég vera svoldið ein í heiminum. Mér kvíður fyrir vikunni en ég er að fara gera hluti sem að ég geri ekki dags daglega og það er mikill kvíði sem er að hlaðast upp hjá mér. Ég spyr mig hver tilgangur lífsins sé .... Er svoldið hrædd um að ég sé búin að missa fólkið í kringum mig. Svoldið erfitt að takast á við þessa tilfinningu. En eins og ég er búin að læra þá koma og fara tilfinningar á nokkrum mínutum þannig að núna er 15 mín reglan mín í gangi.
Ég þrái enn að fá viðurkenningu frá mínum nánustu .... finnst mjög erfitt að þurfa að fela tilfinningarnar mína.
En lífið heldur áfram einn dag í einu.