miðvikudagur, 6. mars 2013

Ég er svo búin á því andlega að það er ekki einu sinni fyndið .... Það er búið að geysa ofsaveður í allan dag þannig að ég hef ekkert farið út. Gerði tilraun til að fara á bílnum uppí Tröllakór en náði ekki að komast upp brekkuna uppá bústaðarveg !
Fékk mér síma með 2 sim kortum ... kann ekkert á hann ... stillti óvart á pólsku eða guð má vita hvað og kann ekki að breyta því ... og ekki nóg með það að 2000 kr. frelsis inneign hjá símanum er að klárast af því að ég kann ekkert á þennan síma. Nota bene það fylgdu ekki ísl. leiðbeiningar.
Var að reyna að komast inná gmailinn en man ekki aðgangsorðin mín sem að ég stillti fyrr í dag. Held að ég þjáist af einhverju !

Akkúrat núna þarf ég svo að komast út en ég er að drepast ennþá í helv... eyranu þannig að ég vil ekki vera úti að óþörfu.

Var að átta mig á því að ég hef aldrei á ævinni búið ein áður. Hef aldrei verið eins einmanna og í dag. Hvort að það sé lægðin eða hvað skal ég ekki segja. Ég er líka búin að borða meira í dag en allt þetta ár. Held svei mér þá að þetta sér karma sem er búið að ná mér.

Adda Steina er enn að átta sig á því að við búum á sitthvorum staðnum. Það er rosalega erfitt að heyra hana segja þú ert ekki mamma mín lengur afþví að þú ert hætt að vera gift Sissó ... og þú ræður ekki yfir mér af því að þú ert ekki mamma mín. Vildi að það væri auðveld lausn til að takast á við þetta. En tíminn verður víst að ráða.

Vildi að ég gæti fundið nógu mikla ró í mér til að fara sofa ... en það er alltof mikill óróleiki í mér. Mér líka það ekki .... veit ekki hvað ég geri ef að það verður óveðursdagur á morgun líka. Þarf að komast í Lyfjaver að sækja lyfin mín má ekki vera lyfjalaus á morgun. Er búin að ath. hvort að þeir sendi lyfin heim og það átti að ath. það en það var ekki keyrt út í dag þannig að ég verð bara að krossleggja putta. Finnst ég vera "palli er einn í heiminum" akkúrat núna. Æ.... þetta er erfiðara en ég hélt að komast í gegnum fyrstu vikuna. Ég verð að minna mig á að þetta tekur allt sinn tíma.

Jæja ég er hætt þessu væri ... hlýt að vera búin að pústa nóg.

Kv. Hafdís