laugardagur, 6. apríl 2013

Vaknaði illa upp við ljótan draum. Hjartað á fullu og ég spyr sjálfa mig hvort að ég sé að detta í kvíðakast. Það þarf ekki mikið til en nú kemur það sér vel að vera búin að vera á Hvíta bandinu. Í stað þess að fara alla leið í kastið fer ég bara hálfa leið og er með tárin í augunum.  En er döpur og er minnt á hvað er stutt á milli þessara tilfinninga sem koma og fara.

Ef að þið sem lesið þetta eruð svo heppin að hafa aldrei fengið slæmt kvíðakast þá eru þið lánsöm. Þetta er erfiður anskoti.

Skottið mitt er hjá mér þannig að það þýðir að ég tek engin lyf til að hjálpa mér að sofna og slaka á. Það tekur á. Er búin að læra af reynslunni að það sé ekki skynsamlegt. En það vill til að þetta er ekki margar nætur bara 2 þannig að ég lifi það af þó að ég sofi ekki vel. En það þýðir líka að ég verð að fara extra vel með mig næstu daga á eftir. Lífið í jafnvægi er erfitt.

Helga Rós er að fara til Ameríku á morgun og mömmuhjartað hefur áhyggjur ... eins og alltaf. Hvenær hættir maður að hafa áhyggjur af börnunum sínum. Vona bara að hún njótið þess að slaka á og chilla enda á hún það svo sannarlega skilið.

Skruppum á Skagann í kvöld. Fórum til að sækja ferðatöskur fyrir Helgu og vorum svo lánsöm að vera boðin í mat hjá gamla settinu. Grillið klikkar aldrei.

Jæja læt þetta duga að sinni.
Hafdís